
1mamma60
Originally uploaded by melong.
Mamma fór á spítala í dag, hún náði varla andanum og svimaði.
Það er stutt síðan hún fór á spítala og ekkert fannst en nú er komið í ljós að hún er aftur komin með blóðtappa í bæði lungun. Þeir eru stærri en síðast, skilst mér.
Hún lét vel af sér þegar ég talaði við hana fyrr í kvöld og var orðin betri. Hún er frekar óheppin með lungun greyið en fer nú í fleiri rannsóknir. Ekki spennandi fyrir hana en svona er þetta nú.
Hún er á lungnadeild í Fossvoginum.
Góðan bata , mamma !
Engin ummæli:
Skrifa ummæli