sunnudagur, nóvember 18, 2007

Steypa með eftirsóknarverðum eiginleikum.

Ég var að skoða frábæra síður sem heitir inhabitat.com.

Þar rakst ég á alveg yndislega spennandi nýjungar. Ég er svo hrifin af alls konar efnum , það er líka alltaf eitthvað nýtt að gerast. Ég byrjaði á að skoða múrsteina sem eru gerðir úr úrgangi nær eingöngu og á að vera sterkara en steypa. Það eru bretar sem eru að framleiða þá. Svo var það þessi frábæra nýjung, GENGSÆ STEYPA !



Annað sem að mér þótti markvert var steypan sem mætti jafnvel kalla lifandi steypu þar sem að í henni getur vaxið gróður, samt er hún vatnsheld !




"Organic concrete" er þetta kallað, eða lífræn steypa á íslensku.
Ótrúlega spennandi möguleikar sem í henni eru fólgnir. Ég er til dæmis mjög frústreruð yfir öllum gráu og köldu háhýsunum sem risið hafa í Reykjavík á undanförnum árum. Þar er ekkert grænt að sjá, algerlega líflaust, óspennandi og niðurdrepandi. Vonandi kveikja Íslendingar á þessum möguleikum og það fyrr en seinna !!!

Engin ummæli: