fimmtudagur, desember 06, 2007

Krot úr skissubókinni


Baðstofuhringur3
Originally uploaded by melong.

Ég vona að einhverjir hafa gefið sér tíma til að hlusta á Philippe Starck. Ég á sjálf eftir að hlusta út á enda.

Í dag er nokkuð hlýtt og kyrrt veður í Selfoss Metropolis.
Ég er alger grasekkja því ekki einu sinni Lukka er heima. Guðmundur er að vinna í Fljótshlíðinni og hefur því haft næturstað á Núpi þessa viku. Ég ætla að kíkja á hann á morgun en í gær fór ég og heimsótti fjölskylduna í Skólagerðinu. Það var indælt. Ég las 2 Disney bækur fyrir Gísla og gerði jólakort með Katrínu. Mjög notalegt og nauðsynlegt þegar maður er svona mikið einn heima.

Ég fer reyndar aftur í Kópavoginn á laugardaginn til að taka á móti hertogahjónunum af K91. Þau koma seinnipartinn úr tveggja vikna Póllandsreisu.

Engin ummæli: