miðvikudagur, október 15, 2008

Línuæfing kvöldsins. Bætir og kætir mitt geð.


Línuæfing kvöldsins. Bætir og kætir mitt geð.
Originally uploaded by melong.

Ég gerði þessa æfingu í gær fyrir framan glansþáttinn InnlitÚtlit.
Ég er forvitin að sjá hvort að breytt fjárhagsstaða Íslendinga hafi áhrif á þáttinn. Ekki varð ég svo mikið vör við að ein eitt gagnlegt kom fram sem að ég hyggst nota mér.
Antíksalinn sagði frá því að majónes væri tekkvið allra meina bót !!!

Ég hef enga ástæðu til að rengja manninn og hyggst prófa þetta á sófaborðinu okkar.

En ég mæli eindregið með hugsanalausum línuæfingum. Jafn róandi og að hekla eða hugleiða.

Það er alger misskilningur að fólk þurfi að vera einhverjir sérfræðingar til að teikna. TEIKNIÐ BARA, hvort sem að ykkur þykir þið vera góð í því eður ei.
Fólk syngur af því að það hefur gaman að því, það sama ætti að eiga við teikningu. Það má kalla það krot, skiptir ekki máli.

Það er gaman að teikna.

Engin ummæli: