föstudagur, mars 31, 2006

Áheitasund

Nú er nýbyrjað áheitasund 10. bekkinga. Það mun standa yfir í sólarhring og áætlað er að synda 70 kílómetra.
Ég er með hér mynd af sundlauginni og svo eina fræðilega mynd af sundi. Ég er svo hrifin af svona skýringarmyndum sem eru með texta inni á.

Svo á morgun er kvenfélagastúss á mér á Heimalandi þar sem þing sunnlenskra kvenfélaga verður haldið. Ég tók það að mér að vera fundarstjóri og ætla ég að þetta verði mitt síðasta kvenfélagsverk því að ég ætla að hætta þegar því verki er lokið. Ég ætlaði aldrei að vera með nema eitt ár en sökum e-s konar meðvirkni gat ég ekki sagt nei og bless :-)

Það er ekki búið að telja upp helgarverkin því að á sunnudag verður dóttir Jakobs (sonur Eyglóar, systur Guðmundar) skírð. Ég kemst ekki því að ég er búin að lofa systurdóttur minni að koma í Borgarleikhúsið til að horfa á hana syngja þar á sviði. Hún hefur verið á námskeiði hjá Sönglist og er þetta lokaverk þess námskeiðs.

Nú er veðrið til fyrirmyndar og kominn tími á það að fara út að laug og hvetja áfram mína nemendur.

góða helgi og lifið vel og lengi !!!!

P.S. ÞAÐ ERU 44 DAGAR, 21 KLUKKUSTUND OG 45 MÍNÚTUR ÞANGAÐ TIL VIÐ FÁUM HÚSIÐ AFHENT !



Engin ummæli: