Til er eitt eintak heima á Núpi og hef ég sérstaklega gaman af einum kafla þar.
Þar eru færð tök fyrir því hversu mikilvægt það sé að karlmaðurinn sé hærri en konan.
Þar er líka talað um sogkossinn, andlega kossinn, augnhárakossinn, kvalakossinn og nartkossinn svo eitthvað sé nefnt.
Ég fann mynd af ensku útgáfunni af bók þessari. Hún er alveg eins nema hvað sú íslenska er með gulum grunni.
Ég sá líka umsögn um hana og þar var meðal annars sagt að sum ráðin væru svo gömul að þau væru ný.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli