mánudagur, apríl 24, 2006

Draumfarir

Mig dreymdi föðurafa minn í nótt. Ég var með frænku minni, Önnu Sólveigu, í Brekkurgerði, sem að amma og afi byggðu. Við áttum að mála þrjá veggi í húsinu í grænum tónum ! (nema hvað!). Ég var mikið að blanda og stúdera þetta og áður en ég vissi af var Anna búin að mála miklu fleiri veggi en við áttum að mála. Og það sem verra var. Hver veggur var í mörgum litum og allir í svaka geometrískum mynstrum !!!

Ég fór nú bara út eftir þetta. Nú bar svo við að umhverfið var annað en það er, eins og oft er í draumum. Það voru ekki nein hús í kring og stærri garður. Ég var strax komin á ökusláttuvél og farin að raka saman grjót með henni !!! Það var eitthvað framan á vélinni þannig að þetta var hægt. Það var sem sagt grjót í grasinu sem að þurfti að fjarlægja fyrst.
Svo var afi þarna allt í einu og hann lá og ég var ekki viss um að hann væri lifandi en hann var sofandi og það hafði fokið ljósum sandi yfir allt og hann lá í sandinum.
Seinna kom hann til mín með einhverri konu (sem hann virtist vera í tygjum við !) og var alveg í rusli varðandi málningarstússið í Önnu !
Ég gat róað hann því að ég hafði verið búin að tala við hana og segja að þetta gengi ekki. Ég var ofsalega umburðarlynd við hana og sagðist skilja hana vel en þetta væri ekkert mál, við myndum bara mála hvítt yfir þetta.
Ég sagði afa þetta og svo man ég ekki meir !!

Sumir draumar eru soldið klikk en þó svo að ég sé mikil mynsturkona og hrifin af grænu þá myndi ég aldrei vilja hafa stofuna mína svona málaða eins og hún var í draumnum !

Engin ummæli: