sunnudagur, apríl 23, 2006

Fyndið plakat



Við Guðmundur höfum átt góða helgi. Veðrið er mjög köflótt. Áðan fór ég út á stuttermabol en núna myndi ég fara í þykka sokka og setja á mig húfu og trefil. Af því að ég er svo viðkvæm fyrir vorbirtunni myndi ég líka þurfa sólgleraugu því að birtan er mjög sterk í gegnum skýin.

Loksins vann Schumacher en blessaður Raikkonen minn komst ekki á verðlaunapall. Það tekur í að halda með þessum hæfileikaríka finna. Dýralæknirinn (hún er finnsk) sagði Guðmundi frá því hvað finnsk ungmenni fá mikla æfingu í því að aka á ís og að það væri almennt mikið verið að æfa glannnaakstur á hinum fjöldamörgu finnsku vötnum og því koma þaðan hæfileikamiklir ökuþórar.

Engin ummæli: