föstudagur, apríl 14, 2006

Föstudagurinn langi

Hann styttist.
Í gær komu hér foreldrar mínir með Fanneyju og Gísla. Þau fóru svo afut um kvöldið og tóku Gísla með sér. Þau höfðu ætlað
að fara í stutt páskaferðalag og gista hér í nótt. En... klósettið gleymdist heima og spáð var roki í dag svo að þau hættu við í bili. Fanney og ég höfum haft það gott og meðal annars verið í Búðinni í dag að snuddast. Mér tókst að taka örlítið til og henni að teikna eitthvað. En hún er frekar slöpp svo að hún verður að taka því rólega. Katrín er hér áfram og er ánægð með barnaefnið sem boðið er upp á í tv á svona dögum.
Það er alveg logn hjá okkur núna, sem betur fer. Rokið var óspennandi svona með vætu.
Það er gott að vera í fríi og hafa skemmtilega gesti hjá sér.

Engin ummæli: