föstudagur, maí 26, 2006

Föstudagur til fjar ?

Mun ég hreppa stóra lottóvinninginn á morgun ? Eða mun mér takast að klára að færa inn allar einkunnir í dag ?
Það síðast nefnda er reyndar markmið dagsins og því hef ég ákveðið að vera eins lengi í vinnunni í dag og þurfa þykir.

Klukkan er orðin hálf fimm , eða hér um bil og ég er alveg viss um að ég verð dauð í kvöld ! Ég ætla samt að gera meira. Skipta um stað í skólanum. Taka smá göngutúr og vinna annars staðar í byggingunni. Hér er þráðlaust net og þar sem þeir eru sem að ég ætla að vinna með, þangað fer ég. Eða ég þarf að vera ein, þá finn ég mér stað þar sem enginn er.

18:18

I´m very, very tired ! Augun sérstaklega enda er ég búin að sitja við tölvu í n okkra klukkutíma að skrá einkunnir og verkefni í mentor. Ég er ekki búin og verð að sætta mig við það. Ég verð því að taka með mér einn bunka heim og vinna á morgun. Það er í lagi þar sem að hægt er að skrá í mentorinn hvar sem er og því hæg heimatökin hjá mér. Ég þarf hins vegar að beita mig meiri aga til vinnu heima en hér í skólanum. En þar sem það er 60 km keyrsla fram og til baka í vinnuna þá kýs ég að vinna heima á morgun. Það er hins vegar mottó hjá mér að gera sem minnst vinnutengt heima hjá mér ein auðvitað verður maður að gera undartekingu frá því þegar svona stendur á.

Mikið svakalega ætla ég að vera löt í kvöld ! Ég sé Lazy boy-inn hennar ömmu í hyllingum ! Ég ætla ekkert að gera og ef að ég dotta fyrir framan imbann, þá SO BE IT !
Það er í lagi að þreytast aðeins. Maður verður bara fegnari þegar allt þetta verður búið. Viku héðan í frá verð ég komin í sumarfrí ! Svo byrja ég aftur í kringum 10. ágúst en þá í allt öðrum skóla. Ég verð að kenna myndmennt í 1. til 5. bekk.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I say briefly: Best! Useful information. Good job guys.
»