mánudagur, júlí 03, 2006

Heima er Bezt aftur

Það er blíða undir fjöllunum, mér finnst vera svalt en Guðmundi og Katrínu finnst vera heitt !!! Því hafa þau opið út og mér er því skítkalt bara.
Við fórum í afmæli í Breiðholti í gær til frænda okkar Jónasar sem varð 13 ára, mamma hans og Harpa vinkona Fanneyjar eiga afmæli í dag. Ragnar Lárusson , systursonur Guðmundar á afmæli á morgun. Amma Fanney átti líka afmæli 4. júlí.

Við hömuðumst við að klára ganginn í gær og þegar við vorum langt komin birtist Guðmundur sjálfur öllum að óvörum. Því var tekið til hendinni að undirbúa stofuna undir málningu og gekk það vel enda munaði um bóndann. Klárað var að mála fyrri umferð á stofuloftið áður en við héldum í borgina.
Málið var að ég var ekki viss um að fara í afmælið vegna þreytu en þegar faðir minn læsti lyklana inni í húsbílnum sínum var ekki um annað að ræða en að koma honum í Kópavoginn til að sækja varalykla ! Við tókum líka Katrínu með sem ætlar að vera hér fram á fimmtudag þegar hún fer í ferðalag norður í land með fjölskyldu sinni.
Pabbi minn er búinn að klára að mála loftið ! Hann gerði það þegar við komum til baka í gærkveldi. Hann var alveg óður í að klára þetta, það var ekki nokkur maður að reka á eftir honum. Ég er honum því enn þakklátari en áður.

Í dag koma hingað bræðurnir Stefnir og Styrmir en þeir voru hér líka í fyrra. Og svo á að halda litla sveitaafmælisveislu fyrir Katrínu með vinum hennar í sveitinni, það verður á miðvikudaginn.

Svo má þess geta að í gær sendu karlarnir mig út í búð að kaupa meira teip og annað og ég kom heim með hjól, lás og hjálm !!! Ég er hæst ánægð með að geta hjólað um á Selfossi með mig og Lukku mína. Ég bíð miðvikudagsins með eftirvæntingu til að geta farið í hjólreiðaferð.

Engin ummæli: