sunnudagur, júlí 02, 2006

Skrif gærdagsins

1. júlí, 2006

Veðrið hér á Selfossi hefur verið afar gott í dag. Ótrúlega hlýtt og sólskin
af og til og rúmlega það. Ég kom hér í gær úr Reykjavíkinni. Ég fór út að ganga
með Lukku og fékk gesti. Ásgeir frændi og hans fjölskylda, á nýja húsbílnum sínum
með son Lukku, hann Makka.

Rétt f. hádegi í dag kom pabbi enn einu sinni til að hjálpa mér að mála ! En ekki hvað ?
Hann á von á að fá fálkaorðu Margrétar fyrir vel unnin störf í þágu frumburðarins.
Sá fyrsti sem fær orðuna verður hins vegar hann Guðmundur fyrir að búa með mér.
Ég á aðeins eftir að búa til orðurnar sjálfar og ákveða viðeigandi seremóníur fyrir
afhendinguna.

Nú þegar klukkan er að verða hálftíu á laugardagskveldi þá er búið að mála ganginn.
Loftið búið, en á eftir að fara eina umferð yfir veggina. Það gerum við í fyrramálið og
ráðumst svo á stofuna sjálfa.

Mikið hlakka ég til.

Það er öðru vísi að flytja hingað en á marga aðra staði sem að ég hef búið á.
Hér hef ég aldrei búið en hér þekki ég þó nokkuð marga.
Ég fer varla út án þess að hitta einhvern sem að ég þekki. Ég þekki auðvitað
nokkra í Grímsnesinu frá því að ég bjó þar og svo er Selfoss auðvitað
metropollis Suðurlands og hingað koma allir Rangæingar til að versla í Bónus
osso videre.

Engin ummæli: