miðvikudagur, júlí 12, 2006

Kaffi Krus

Hér situr maður nú og surfar á netinu með latte á borðinu.
Strákarnir eru komnir í Selfossbíó og fundurinn minn byrjar ekki fyrr en kl. átta.
Við fórum í Bónus. Þeim finnst gaman að svona innkaupaferðum, hvort sem að þið trúið því eður ei.
Svo fengum við okkur pölser í Réttarholtinu. Þessir strákar eru mjög hrifnir af íslenskum (SS) pylsum en eru lítt hrifnir af þeim dönsku.

Við Guðmundur fórum að heimsækja Siggu P og Guðjón á Skógum í gærkveldi. Það var gaman eins og alltaf.
Þau eru með sumardvöl fyrir einstaklinga með ýmis konar fötlun og þroskahömlun. Þau gera það mjög vel og allir eru ánægðir hjá þeim. Ég þekkti 3 þar. Einn sem var á Kópavogshæli í gamla daga og ég hef hitt áður hjá Siggu. Það var hann Höskulur sem sýndi mér mikla gestrisni og sá til þess að Sigga færði mér hvern kaffibollann á fætur öðrum. Svo voru það Lína og Árni frá Sólheimum. Það voru alls níu manns. Sigga er með heitan pott og alles. Þetta er alger sumarparadís.

Ég býst við því að vera hér aftur á morgun., þó mig langi mest til að vera heima í sveitinni þar sem að fjörið er. Ég var að hugsa um að nota fimmtudag og föstudag í málningarvinnu þar sem að systkinin Gísli og Katrín Björg koma á föstudaginn. Gísli ætlar að vera fram yfir helgi. Ég fer sjálf með hann í bæinn þar sem að mér er boðið í afmæli tl vinkonu minnar, Kristínar Bjargar. Það ætti því að verða mikið stuð hjá okkur um helgina.

Engin ummæli: