laugardagur, júlí 29, 2006

Mjaltafri

" það er fiskur í matinn, ligga lei -i "

Gísli syngur og hoppar og skoppar og æpir og skrækir. Svo eru það miklar leikfimisæfingar sem að hann þarf að sýna mér.
Hann er mikill íþróttamaður og hoppar og skoppar og gerir magaæfingar.
Já, hann er alveg ótrúlegur.

Guðmundur er í mjaltafríi í kvöld og fyrramálið. Við höfum verið í búðum hér á stór pokavogssvæðinu.
Við ætluðum að kaupa okkur eldhússtóla en ekkert varð af kaupunum. Við náðum hins vegar að ná okkur í fína ryksugu í Elko.
Núna erum við hjá Fanneyju. Hún ætlar að elda ofan í okkur.

Svo förum við á Selfoss og sofum þar. Við ætlum að setja upp gardínur og ýmislegt smálegt dútl sem að þarf að gera. Ég get sennilega ekki byrjað á bíslkúrnum fyrr en á þriðjudag. En ég ætla að vera með bækistöðvar á Selfossi frá og með mánudagskveldinu. Um helgar get ég farið til Guðmundar í sveitina.
Það gekk stórkostlega vel með flutningana og nú eru eiginlega öll húsgögnin í stofunni, nema rúmið er komið á sinn stað.

Engin ummæli: