fimmtudagur, júlí 27, 2006

Fanney a afmæli i dag

Nu eru leggir Gilitruttar þreyttir. Ég hef verið að hamast við að pakka með aðstoð auðvitað Guðmundar og Stefnis.
Ekki mikið dót. Þetta verða aðallega mublur sem að við flytjum í dag. Ég pakkaði aðallega dóti í búðinni sem á að fara í bílskúrinn á Selfossi í nýju vinnustofuna.

Með hálp mágs míns, Eggerts, tókst að klára stofuna, forstofuna og gesta wc. Ég byrjaði á þvottahúsinu en ætla ekki að klára það strax. Þvottavélin kemur seinna og því liggur minna á. En það liggur á bíslkúrnum og ég ætla að byrja á honum á sunnudaginn, ef Guð lofar.

Pabbi var að hringja (18:15) og er staddur á Selfossi ásamt Ásgeiri (bróður mömmu). Hann er á flutningabíl og flytur fyrir okkur. Ég fæ í staðinn að geyma nýja húsbílinn hans hér í nýju tjald- og fellihýsageymslu Guðmundar.

Þetta er allt agalega spennandi.

Það blæs vel og hressilega hér á Núpi. Bara hressandi.

Svo er það : TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ Í DAG , FANNEY MÍN
OG..... til hamingju með afmælið, Ragnheiður Hrefna !
og ..... til hamingju með afmælið , Óli frændi.........

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það Valli minn.
Ég var farin að halda að við mamma værum þær einu sem læsum bloggið hennar ME.
kv
Fanney

Nafnlaus sagði...

Það eru nú víst fleiri en það er enginn teljari hjá mér !
...og fólk feimið að kommenta !

gott að heyra frá þér Valli.

Nafnlaus sagði...

I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»