fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Hjólreiðakonan Margrét

Nú er maður farinn að hjóla. Það er bara miklu skemmtilegra en að vera á bíl. Ég er aðeins fimm mínútur á leiðinni. Svo á heimlieiðinni þá kem ég við hér og þar og versla og útrétta.

Nú er ég að láta reyna á minni mitt því að ég er að fá bekki sem að ég hitti í síðustu viku. Það gengur nokkuð vel að muna nöfnin en ég er ekki viss um að ég myndi þau eins vel ef ég hitti þau ein og sér úti á götu. Þetta tekur smá tíma en afskaplega mikilvægt að læra nöfnin vel og eins fljótt og hægt er.

Guðmundur minn á bara eftir einar morgunmjaltir og tvær kvöldmjaltir. Ég misskildi hann nú og ætlaði að ná þeim síðustu en þær verða í fyrramálið og þá er ég að kenna. Ég ætla hins vegar að bruna austur á leið eftir vinnu. Það er nóg að gera í sveitinni og Guðmundur er búinn að vinna eins og berserkur við að standsetja fjárhúsin fyrir Geymsluna.
Svo þarf að þrífa og hann þarf að pakka niður. Annars þá flytur hann ekki fyrr en að hann verður búinn með fjárhúsið.
Þá ætlar hann að taka sér vikufrí !

Engin ummæli: