laugardagur, september 02, 2006

20 stiga hiti a Nupi

Hér er alveg ótrúlegt veður miðað við að það sé kominn september ! Reyndar var 17 st hiti á Selfossi þegar ég fór þaðan í gær enda var ég að kafna eftir að hafa hjólað heim úr vinnunni.

Kýrnar voru farnar þegar ég kom heim í gær enda kominn "mjaltatími". Ég færði GR blóm og eldaði steik handa okkur í tilefni dagsins. Hann er ánægður og okkur lliður vel. Hér er rólegra bara af því að maður veit að það er ekkert fjósafjör. Guðmundur hamast að klára fjárhúsið og vinnur eins og berserkur í því.

Við eigum von á Fanneyju og krökkunum og ég ætla að bjóða þeim upp á vöfflur með kaffinu i tilefni breyttra tíma hjá okkur.

Alveg er það magnað að það skuli vera tuttugu stiga hiti í dag !!!

Myndin hér fyrir neðan var tekin þ. 23. júlí í sumar en þá var einnig alger steik !

Engin ummæli: