mánudagur, september 04, 2006

mánudagur með smá vætu

...en það gerir nú lítið til.

Við Guðmundur fórum lengri leiðina á Selfoss í gær. Við komum nefnilega við í Þykkvabæ. Þangað hef ég aldrei komið enda er þetta svo agalega langt frá þjóðvegi eitt eða þannig. Við heimsóttum bróður hans Einar, og Dagrúnu sem þar býr og ætlar að koma upp mótorhjólasafni. Þetta lítur mjög vel og efnilega út. Ég tók slatta af myndum en þær eru auðvitað í vélinni hans Guðmundar sem hann sleppir ekki svo auðveldlega takinu af. Ég get því ekki deilt þeim með ykkur í þetta skiptið.

GR fór í morgun, hann kom bara til að fá kerru og jarðvegsþjöppu en því ætlar hann að skila aftur á morgun og útrétta hér í leiðinni. Hann er ofsalega duglegur að vinna í fjárhúsinu og heldur allri sinni rútínu þótt ekki séu lengur kýrnar. Ein brauðsneið klukkan áttta og svo hafragrautur kl tíu. Eða alveg eins og fyrir og eftir mjaltir hjá honum. Hann er mjög skynsamur í þessu.

Engin ummæli: