miðvikudagur, september 06, 2006

Afreksdagur

Afrekið sem umræðir, ef afrek skyldi kalla, mun vera sú staðreynd að ég fór á fætur rúmlega sex í morgun til að vera mætt í sundleikfimi korter í sjö. Þetta var fyrsti tíminn og þetta hafðist vegna þess að Guðmundur er á Selfossi og hann er morgunhress og var vaknaður á undan vekjaraklukkunni. Ég veit ekki hvort að ég hefði haft þetta af án hans. Mér fannst ég ekki vera vöknuð fyrr en eftir að tíminn var búinn !

Þetta var mjög gott en ég á eftir að sjá hvað ég held þetta lengi út. Að vakna þetta snemma tvo morgna í viku er óvíst. Ef að Guðmundur er heima þá getur þetta gengið. Hann rekur mig nefnilega snemma í rúmið á kvöldin líka. Ég er svolítið fyrir það að vaka eins og sumir þekkja enda er ég sannkölluð B ef ekki C manneskja. En þjóðfélagið starfar eftir A fyrirkomulaginu að mestu leyti og því þarf maður að fylgja.

Engin ummæli: