mánudagur, september 11, 2006

Óvænt gleði

Ég er mjög þakklát.
Ég fékk óvæntan gest.
Þegar Guðmundur kom í kvöld heyrði ég kunnuglegt tipl á parketinu og ég stökk upp úr sófanum af gleði.
Hver var þarna komin önnur en hún LUKKA mín !
Þvílík gleði og ánægja yfir endurfundunum. Hún fékk kembingu og hjólreiðaferð með mér út á Esso stöð. Hún hlóp á undan mér hún er svo rösk.
Ég þurfti að kaupa mjólk handa GR og taB handa mér. Ég á bara soyjamjólk á heimilinu vegna þess að ég er að reyna að minnka kvef og mjólkin er svo slímmyndandi.

Jæja, vildi bara deila þessari gleði minni. Go nat.

P:s. Lukka liggur á nýja bælinu sínu sem ég útbjó handa henni í snatri.

Engin ummæli: