Af því tilefni fór ég í google til að finna mynd af honum sem að ég vissi að væri til á vefnum hans Steingríms Kristinssonar. (sksiglo.is)
Viti menn, hvaða uppgötvun geri ég ? Jú, afa er getið í pólsku útgáfunni af wikipedia ! Fyrir þá sem ekki vita það þá er wikipedia eins konar alfræðiorðabók á netinu og eru til útgáfur á hinum ýmsu tungumálum. Þetta er ekki stofnun, að mér skilst, heldur geta allir lagt sitt af mörkum. Jæja, nú les ég ekki pólsku en ég sá nóg til að skilja að sagt væri að afi hefði verið íslenskur þátttakandi á vetrarólympíuleikunum í St. Moritz í Sviss árið 1948.
Hér er linkurinn , ef að þið viljið sjá þetta með eigin augum:
http://pl.wikipedia.org/wiki/J%C3%B3nas_%C3%81sgeirsson
Ansi skemmtilegur dagur, hingað til. Vinnudagurinn byrjaði á Tónlist fyrir alla með tónleikum norðlensk(ogkópvogísku) hljómsveitar HUNDUR Í ÓSKILUM sem að margir kannast væntanlega við. Ég á líka von á meiru því að systir mín kemur færandi hendi í kvöld með dóttur sína sem á að fá að dvelja hjá mér í a.m.k. tvo daga og m.a. koma með mér í vinnuna á morgun. Það er mikill spenningur hjá okkur báðum.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli