miðvikudagur, október 11, 2006

Áriðandi tilkynning.

Altzheimer lights lét svo sannarlega á sér kræla í dag.
Máið er þannig að batteríið kláraðist á gemsanum. Þegar það gerist þarf maður að slá inn leyniorð. Það hefur ekki verið vandamál hingað til. Ég man það, það er munstur. Jæja, ég bara mundi það ekki í dag og ég var ekki að ná því svo að ég setti alltaf inn sama númerið og það endaði með því að síminn læstist og ég get ekkert notað hann núna og þarf að hringja í 8007000.

Það þýðir því ekkert að hringja í gemsann. Hann er stilltur þannig að ef að það er slökkt á honum þá flyst hringingin í Núps númerið. Ef að Guðmundur er heima þá er það hann sem að mun svara en ekki ég.

Veit ekki hversu mikið mál þetta er og því ekki hvað líður langur tími þar til ég fæ að nota hann aftur. Æi, vesen......

Engin ummæli: