föstudagur, október 13, 2006

Enn betri leir og bókakaffið.

Í dag var ég líka með leirverkefni og það kom enn betur út, ekki verr, í það minnsta. Nýjar hugmyndir með nýju fólki.
Svo fórum við nokkrar eftir vinnu á nýja bókakaffið héna á Selfossi sem að Bjarni Harðarson var að opna um daginn. Það er í einu orði sagt alveg frábært fyrirbæri og alveg yndisleg stemning þar ríkjandi. Ég var endurnærð eftir þessa heimsókn.
Við vorum fjórar og fórum allar fátækari/ríkari út en áður. Ég keypti Gilitrutt, myndskreytta, ljóðabók e. Ásdísi Óladóttur, skólasystur úr Kársnesskóla og gamla fræðibók um listir. Fyrir utan kaffið auðvitað.

Núna bíð ég í símanum hjá 8007000. Um leið og ég pikkaði þessa línu inn þá svaraði ! Ég var númer 14 þegar ég hringdi. Í gær reyndi ég að hringja og þá var ég númer 19 og gafst upp. Núna er ég komin með númer og get "aktiverað" símann aftur þegar ég kem heim. Mér er stórlega létt.


Bryndís að versla hjá Bjarna.


Þetta hangir við útganginn í bókakaffinu og þýðir víst; "takk fyrir komuna".


Fröken Margrét í bókasófanum með Völuspá.


Atli Snær í 3. LBS með armbandsmyndavél !!! Ný hönnun.

Ég hef verið að reyna að setja inn myndir af fleiri verkum en ekkert fleira hefur´límst inn. Ég verð að gera þetta seinna, ekki dugir að hanga við tölvu í allan dag !

G Ó Ð A H E L G I !!!

Engin ummæli: