sunnudagur, október 15, 2006

Dyr dagur



Þá er maður búinn að berja dýrðina augum. Ég var vel skóuð og varð því ekki þreytt. Ég borðaði í ikea svo að maður var ekki bara að labba. Þetta eru nú bara tveir hektarar og því minna en kornakur sumarsins. Þessi vitneskja hjálpaði mér til að þola stærri verslun. Svo hefur maður nú komið í ikea í úttlöndum og er þetta ósk0p svipað. Ég var hrifin af þessu en mikið hrikalega verður það tímafrekt að ná sér í koddaver eða þvíumlíkt að þurfa að fara langa leið fyrir kannski bara einn hlut. Ég mæli því með því að fólk skipuleggi sig áður en haldið er af stað til að vera bara ekki allan daginn í einni búð. Ég var þarna með Fanneyju og fjölskyldu og það gekk bara vel en við vorum á þriðja tíma með hádegismatarhlé.
Ég verslaði það sem að vantaði, eldhússtóla og undir sjónvarpið. Þetta tvennt var uppselt í sumar þegar við GR vorum á ferð í Holtagörðum.

Allt í góðu með það en ég bara átti eftir að verða enn fátækari. Ég fann draumavélina á mbl.is/smaauglysingar. Ég er búin að geyma peninginn í fleiri fleiri mánuði og varð alveg innilega fegin að losna við peninginn. Ég er líka léttari á mér og glöð í anda yfir gripnum því að mér hefur liðið eins og það vantaði eitthvað á mig að hafa ekki myndavél. Myndlistarmenn og -kennarar VERÐA að eiga góða myndavél. Jæja, þetta verður vonandi til þess að ég borða minna það sem eftir er mánaðarins. Það verður eitthvað minna keypt af lífrænni fæðu, því miður en selaví, ma sjerí.

Engin ummæli: