mánudagur, október 16, 2006

Manudagur með Guðmundi

Það er frábært að hafa Guðmund. Hann kom í gærkveldi og fer ekki fyrr en á morgun. Alveg dásamlegt. Hann hefur unnið hörðum höndum í dag í því að setja saman ikea mublur. Nú njótum við þess yfir kaffibolla og rifjum upp gömul kynni af Steingrími Hermannssyni í tv. Hann situr fyrir framan gamla góða grjótvegginn heima hjá sér sem segir mér að hann búi enn úti á Arnarnesi eða hvað sem það nú er.

Nýja myndavélin er ÆÐISLEG ! Ég er alveg að missa mig. Keypti minniskort í hádeginu og skaut rúmlega 200 myndum þangað til ég kom heim aftur. Það er smá fiff sem að ég varð að prófa ídag. Bara VARÐ. Það er hægt að velja einn lit úr umhverfinu og hafa restina í svart hvítu. Mikið smart og alveg gífurleg útrás sem að ég fæ út úr því að hafa svona fína vél.

Engin ummæli: