föstudagur, nóvember 17, 2006

Fredags friðsæld


Innsetning / Installation
Originally uploaded by melong.
Ég þakka systur minni fyrir innlegg hennar.

Hér birti ég mynd af verkefni sem að ég var að láta krakka í fimmta bekk vinna. Fyrst gerðu þau húsgögn úr leir og síðan íbúðir og nokkrar stúlkur vildu fá að koma með mini brats dúkkur og ég sagði í lagi. én ekki hvað. Þetta er útkoman. Meira að sjá á flikkrinu mínu.
Tengill hér til hægri.

Fallegt veður á SElfossi. Enn þá kalt. Það er í lagi þegar maður hefur bíl og bílskúr til að geyma hann í. Lúxus.

Ég var með tvo bekki í röð í leir í dag enda er ég frekar þreytt. Það er mikil vinna fyrir kennarann en það var líka svakalega gaman og gekk vel. ÉG er með mjög fína nemendur.

ÉG er að fara á ráðstefnu í kvöld og á morgun og hlakka mikið til.
Þetta er ráðstefna fyrir hömlulausar ofætur sem eru á bataleiðinni eða langar til að komast þangað.

Góða helgi og ég kveð í bili... Þangað til næst,,, hafið það gott.

Engin ummæli: