fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Tungan

Hér er hugmynd.
Það sem borið hefur á því að orðaforði manns hefur farið hrakandi. Það er að segja, ég nota allt of fá lýsingarorð. Þetta er eins og að ganga alltaf í sömu skónum þó svo að maður eigi 300 pör.
Það sem að mig langar til að biðja þig/ykkur um að senda mér uppáhaldslýsingarorð ykkar.
Ég mun svo reyna að nota þau í kennslustundum hjá mér.
Ég og fólk sem að ég umgengst notar of mikið af ensku. Ég geri það sjálf. Maður er svo mikið í enskumælandi umhverfi að það hefur áhrif á mann.

Lýsingarorð sem að ég er hrifin af er til dæmis "gómsætur" og "ljúfur".

Verð að haska mér af stað aftur í mína yndislegu vinnu. Bíllinn er í hinum rúmgóða bílskúr sem vér eigum.

Gangið á Guðs vegum.

Margrét

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mer dettur i hug, af thvi eg er ad horfa a auglysingar>

ofgnott
ofhladid
hamingjusamur
sveittur
snyrtilegur
hreinlaeti
vidkvaemni
kliulegt
threyta
litrikt

love
Sys ;-)

Margrétarblogg sagði...

þakka þér fyrir sæta systir
blíðlegur