Tek varla myndir svo heitið geti .... Ekki er á allt kosið í heimi þessum..
KLUKKUTÍMA SEINNA:
ég tók nokkrar myndir af skápnum og gekk frá helstu bókum í hann. Ég hélt að það færi miklu meira fyrir þessum bókum sem hingað voru komnar en sem betur fer er þetta eins og dropi í hafið. Á morgun náum við í eitthvað af bókum sem við viljum hafa hér að staðaldri. Svo fékk ég góða heimsókn. Mágur minn, Einar, kom hér við með gjafir. Hann var hrifinn af húsinu og fékk því besta kaffi sem ég gat boðið upp á, apakaffið svokallaða sem að sumir kannast við. Hann var á trukki frá Ragnari Vali með minigröfu og Harley mótorhjól á bakinu.
.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli