fimmtudagur, desember 28, 2006

Íþrottamaður arsins

Ég veðja að það verður karlmaður sem verður kosinn íþróttamaður ársins. Ég veðja á golfarann þó hann sé ekki boltamaður. Já já, Ólafur og Eiður, er ég hissa.
Mér finnst verðlaunagripurinn nýja alveg hrikalega ljótur, hálfgerður óskapnaður !!!

No, mér skjátlaðist , en það varð boltamaðurinn Guðjón Valur. Ég skil ekki þessa íþróttafréttamenn. Menntamálaráðherra vill alls ekki hafa sér konu og karla íþróttamaður ársins verðlaun. Mér finnst það alveg vera í lagi. VIð eigum ekki séns í karlana, þurfum að vera þrisvar sinnum betri en þeir. Mér finnst nú að golfarinn hefði átt að fá verðlaunahlussuna. Það er miljón sinnum meira mál að verða pro í golfi en í handbolta. Það eitt er afrek. Jæja, Guðjón Valur er frábær engu að síður og langt um myndanlegri en golfarinn. Ég er alveg að gleyma Kópavogsbúanum Auðni kraftajötni sem varð HEIMSMEISTARI á árinu !!

Þetta sýnir bara hvað þetta er mikil vitleysa. Íþróttafréttaritararnir sanna aftur að þeir eru með boltaveikina, þeir geta ekki þráttað fyrir það lengur !!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

MIKID HEFDI EG VILJAD AD HANN AUDUNN FENGI TITILINN! THAD ER EKKI A HVERJUM DEGI SEM VID EIGNUMSAT HEIMSMEISTARA!! AUDUNN ER LIKA VAENSTI STRAKUR OG SVONA TIL AD TOPPA TETTA ALLT SAMAN ER HANN UPPALINN I KOPAVOGI, NANAR TILTEKID VESTURBAE KOPAVOGS. TAKK OG BAE

Margrétarblogg sagði...

Jamm það skemmir ekki fyrir honum að vera Kópavogsbúi og ekki síður að vera ættaður frá EYJAFJÖLLUM, nánar tiltekið frá næsta bæ við Núp !!