laugardagur, desember 30, 2006

Flugeldagroði

Leikritið Getraunagróði, sem að Leikfélag Rangæinga setur upp er alveg stórskemmtilegt
og vel gert hjá þeim. Ég gat í það minnsta hlegið ansi mikið og fannst
þetta nokkuð þægilegur farsi. Ég er nefnilega mjög óþolinmóð á försum,
ég hef litla þolinmæði fyrir langavitleysur ! Við Guðmundur skemmtum okkur afar
vel og Lukka litla beið þæg úti í bíl á meðan.

Núna höfum við það gott, þurfum ekki að skeina húsið eða að undirbúa
matargerð morgundagsins því að okkur er boðið í mat.
Við verðum í Pokavogi, þó ekki á Kópav.br. heldur í Hrauntungu hjá Siggu P. og Guðjóni.
Þetta er mjög spennandi en ég er þó komin með algera flugeldafóbíu
og er alveg búin að fá nóg af þessum látum sí og æ í marga daga í kringum áramótin.
Ég get því sparað mér mikla peninga því að ég mun ekki kaupa einn einasta flugeld í ár.
Guðmundur kaupir ekki neitt heldur því verður þetta "ekkikaupaflugeldaárámótadagurinn"
Í tilefni þessara orða minna skutust upp á himininn heilmargir flugeldar !!!

Mynd dagsins er af korti sem eitt sinn fylgdi með danska tímaritinu "ALT FOR DAMERNE"
Átta kort voru það og voru lengi vel notuð sem jólaskraut í "gatinu" á K91. Núna eru þau í minni
vörslu og hyggst ég skanna þau inn fljótlega en ég tók smá forskot og tók ljósmynd og kroppaði
hana svo í fótósjopp.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðileg ár Margrét mín og takk fyrir góðu gömlu árin.