
einarmalboro
Originally uploaded by melong.
Hér sést í mælaborðið á einu af mörgum mótorhjóla Einars mágs míns.
Dagsetningin á "reglugerðinni" er sú sama og fæðingardegi ER.
Innkaupaleysið gengur mjög vel, enda hef ég ekki farið í verslun alla vikuna. Kom inn í bensínstöð á leiðinni heim til að kaupa gosdrykk og þurfti svolítið að skoða.... mér finnst oft svo sniðugt dót til á bensínstöðum svo að það var gott að ég er í innkaupafráhaldi.
Það er einna helst að ég sé enn að skoða bækur á amazon ... væri sennilega búin að panta mér spennandi bækur ef ég hefði ekki rekist á Þorra og Góu.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli