
Skopparakringlur
Originally uploaded by melong.
Það var svo gaman í dag, sérstaklega í síðustu tveimur tímunum. Þá fékk ég hugmynd um hvernig nota mætti "drasl" sem að ég hef haldið upp á , mislengi. Krakkarnir í 4. MS fengu að gera sér skopparakringlur og ég ætla að útbúa nokkur stykki til að gefa Gísla mínum í 4 ára afmælisgjöf í næsta mánuði.
Þessi helgi verður útstáelsishelgi hjá okkur Guðmundi. Okkur er boðið á skemmtun í kvöld og svo annað kvöld er þorrablót undir fjöllunum...... mikið stuð , mikið gaman....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli