fimmtudagur, mars 22, 2007

Póstkortaskiptin


postcrossing historymap
Originally uploaded by melong.

Ég var að fá braðskemmtilegt póstkort frá Arizona. Frá konu sem að ég þekki ekki neitt en á líka fyrrum mjólkurbónda fyrir mann , alveg eins og ég. Heimurinn er lítill.
Ég er með tvö póstkort tilbúin í veskinu en mundi það þegar ég sá kortið að ég hafði ætlað að setja þau í póstkassa í dag !
ÚPS, enn ein gleymskan. Hvað skyldi ég oft gleyma litlum athöfnum á dag ? Nú skrifa ég heilmikið niður hjá mér, sendi tölvubréf, sms, skrái í "reminder" í símanum og hvað eina, en allt kemur fyrir ekki.
Og ég ekki enn orðin fertug......

1 ummæli:

Vignir Ljósálfur sagði...

Hæ Margrét!
Þegar þú sagðir mér frá Postcrossing, fór ég beinustu leið heim, fann þetta á netinu, skrifaði 5 póstkort og fór með þau í póst daginn eftir. Og nú í dag var ég að fá tölvupóst um það að fyrsta kortið mitt hefði komist á áfangastað (Finnland). Þannig að nú er bara að skrifa næstu 5!

Póstkortakveðja
Vignir Ljósálfur