þriðjudagur, mars 20, 2007

KRANI FIX


KRANI FIX
Originally uploaded by melong.

Ég fór með tölvuna mína í viðgerð síðasta fimmtudag. Það er vika til tíu daga bið í viðgerð (Apple umboðið) en ég skildi hana samt eftir þar sem að hún er ónothæf í bili. Það brotnaði pinninn í hleðslutækinu og get ég því ekki hlaðið hana. Ég nennti ekki að fara aðra ferð svo að.... ég bíð bara og get ekki annað.
Þessi breyting hefur það í för með sér að ég horfi minna eða öðruvísi á sjónvarp því að ef ég fer í tölvu þá er það talva Guðmundar hér inni í skrifstofuherberginu. Ég er vön að vera í tölvunni og að horfa á sjónvarpið í leiðinni. Þarf að hafa eitthvað í höndunum fyrir framan skjáinn og verð því núna að grípa í teikniblokkina eða að hekla. Hef lítið heklað síðan að ég fékk mér fartölvu !!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Brilliant æfing.
Gera einn hlut í einu!!
kv
sys