föstudagur, apríl 13, 2007

Votur föstudagur


Recycling
Originally uploaded by melong.

Stutt síðan að ég ákvað að prófa að flokka nær allt rusl. Ég er með nokkra kassa í bílskúrnum en poka hér inni í húsi sem að allt fer í. Svo flyt ég pokann út í skúr og flokka þar.
Ég er með ; 1. gler, 2. plast, 3. blikk, 4 umbúðir (kornflekskassar ofl) 5. Geyma-dót-til-að-nota-kannski-seinna, 6. brotið leirtau.
Svo kemur í ljós hvort að þetta borgar sig, hvort að Sorpstöð Suðurland taki við þessu. Ég held reyndar að svo sé. Þetta er nú ekki mikið mál. Snakkpokar og kaffipokar eru þvegnir og fara í allt annan kassa. Ég ætla að gera tilraunir í saumaskap með þessa poka í sumar.

Engin ummæli: