
Lirfur
Originally uploaded by melong.
Ég veit núna hvað það þýðir að búa í Flóanum. Og ég veit hvað nafnið þýðir. Það þýðir að þetta svæði sé höfuðborg Starranna. Ég hef aldrei á ævinni verið eins bitin af flóm og núna í vor. Ég er búin að hafa samband við nágrannana sem eiga bílskúrinn sem að hýsir Starrafjölskyldu þá sem trúlega ber ábyrgð á öllum óþægindunum. Fjölskylda þessi skuldar mér a.m.k. þrjár túpur af kláðastillandi kremi.
Það eina sem að ég hafði upp úr því að upplýsa nágrannana voru ÞRJÚ bit á hálsinn !! Arg, það klæjar hrikalega................
Kannski Bítlalag frá 1967 lini sársaukann.......
Engin ummæli:
Skrifa ummæli