
skyspot
Originally uploaded by melong.
Myndin er tekin á öðrum í jólum.
Það sem maður verður latur í rigningu og roki !
Hér er önnur mynd af fröken fix. Ein af þeim sem að eru í mynd gærdagsins. Ég keypti hvítt og grænt meik í Leeds í sumar. Katrín málaði mig með græna meikinu og ég varð all svakaleg. Hef ekki þorað að seta þær myndir á netið enn.... ég er eins og blanda af birnu, dýrunum í Hálsaskógi og Roald Dahl sögu.
Snjór og allt !!! lnnilega falleg snjókoma og þvílík dýrð á að líta.
Kvöldið í gær heppnaðist afar vel, mjög notalegt og yndislegt. Lukka fékk þrjá pakka. Alla ætilega svo að hún er glöð.
Og gleðilega jólakveðju til allra sem ég þekki !
Ég hef ekki bakað fyrir jól í mörg ár og sakna þess ekki.
Ég rakst á þessa mynd áðan og váá ekkert smáræðis flottheit. Ekki amalegt að geta fengið svona myndir lánaðar á netinu.
Thanks to MadBaker
Gjafirnar frá. Öndin í ísskápnum.
Jólatréð í garðinum.
Þetta kemur allt í rólegheitum......
Þessi pakkaði inn fullt af gjöfum fyrir mig í dag....eða þannig.
Mér finnst frábært að fá jólakort, mér finnst gaman að búa til jólakort.
Ég vil gjarnan senda jólakort. En...
Ég þjáist af jólakortakvíða....... ég lét mig hafa það í gær að skrifa og senda, auðvitað með hjálp Guðmundar. En ég er uppspennt og stressuð af því að jólin eru bara handan við helgina ...
Ég lifi þetta af og er svo hæstánægð með að hafa sent frá mér kort, þó svo að sum komi seint til viðtakenda.
Mig langar í þennan.
Guðmundi finnst hann ljótur......
Mér finnst hann æðislegur en myndi aldrei geta haft setuna áfrma rauða.....
Uppáhalds verslunin mín hér á Selfossi, fyrir utan Bókakaffið sem kemur næst.
Maður verður að taka þessu eins og þetta er....litlu krakkarnir hafa verið afar hrifin af þessu lagi.
Ég tók þessa mynd í gær af foreldrum mínum.
Þau komu endurnærð eftir tveggja vikna dvöl á heilsuhóteli í Póllandi.
Pabbi gekk um allt Pólland ... held ég , hann var svo duglegur í göngunum og mamma er kaffibrún.. ! Samt fór hún bara í 10 mínútur... þrisvar sinnum.
Fanney huggaði til og var búin að kveikja á kertum og gera huggulegt, Katrín var búin að útbúa "velkomini heim" skilti svo að heimkoman varð afar ánægjuleg fyrir þau og öll fjölskyldan var mætt að taka á móti þeim.
Lukka líka.
Gísli fór beint upp í fangið á pabba og var alveg yfir sig ánægður með að vera búinn að fá hann heim.....
Ég vona að einhverjir hafa gefið sér tíma til að hlusta á Philippe Starck. Ég á sjálf eftir að hlusta út á enda.
Í dag er nokkuð hlýtt og kyrrt veður í Selfoss Metropolis.
Ég er alger grasekkja því ekki einu sinni Lukka er heima. Guðmundur er að vinna í Fljótshlíðinni og hefur því haft næturstað á Núpi þessa viku. Ég ætla að kíkja á hann á morgun en í gær fór ég og heimsótti fjölskylduna í Skólagerðinu. Það var indælt. Ég las 2 Disney bækur fyrir Gísla og gerði jólakort með Katrínu. Mjög notalegt og nauðsynlegt þegar maður er svona mikið einn heima.
Ég fer reyndar aftur í Kópavoginn á laugardaginn til að taka á móti hertogahjónunum af K91. Þau koma seinnipartinn úr tveggja vikna Póllandsreisu.
Spurning hvort að þetta sé einungis fyrir frönskumælandi ? Held ekki en hann er hrikalega skemmtilegur !!!!
Þekktasti hönnuður okkar daga.
Jól og jól og jól.
Maður kemst snemma í jólaskap þegar maður kennir ungum börnum.
" Ég er svo spenntur, ég hlakka svo til, ég er alveg að drepast."
Stundum hefur þessi stemning breyst í jólaþreytu fyrir jól en það þarf ekki að gerast. Ég ætla að stilla hausinn inn á það að vera jákvæð gagnvart jólunum.
Þess vegna ákvað ég að heimsækja ekki verslanamiðstöðvar fyrir jólin og að versla frekar í heimabyggð, enda það betra fyrir andlega heilsu mína.
Systkinin, mínus Einar og Sigrún, settu upp þennan fallega legstein á leiði foreldra sinna síðasta laugardag.
Það sést glitta í Ásólfsskálakirkju á bak við steininn.
Einnig var settur upp ljósakross á leiðinu svo að jólin eru klár þarna í kirkjugarðinum.
Ég var ekki heima í gær svo að ég gat ekki bloggað um afmæli dagsins...
Maggi, föðurbróðir og Rúna hans áttu afmæli en þar sem að Arnór frændi varð 25 í gær þá er það hann sem hefur vinninginn og er á mynd dagsins. Þarna er hann um 4 ára aldurinn. Hann var mjög skemmtilegur þá og er það enn , sem betur fer.....
Ég passaði hann stundum en núna þá hjálpar hann mér mikið og fræðir mig um ýmislegt tengt mökkum...
Til hamingju með daginn alle sammen....