fimmtudagur, janúar 17, 2008

Frétt dagsins......eða þannig.


Frétt dagsins......eða þannig.
Originally uploaded by melong.

Hér er úrklippa úr Dagskránni.

Textinn er eftirfarandi.

Fyrsta baðstofukvöld Sambands
sunnlenskra kvenna (SSK) var
haldið þriðjudagskvöldið 15. janúar
í Selinu á Selfossi en hugmyndin er
að halda slíkt kvöld mánaðarlega
vítt og breitt um Suðurland árið
2008. Á kvöldunum er hugmynd
um að vinna ýmis konar handverk,
ekki síst að sauma myndir út frá
munstrum sem Margrét Einarsdóttir
Long, myndmenntakennari, lætur
konunum í té. Stefnan er sett á að
sauma 80 útsaumsmyndir í tilefni
af 80 ára afmæli SSK á árinu og
sýna þær í fjárhúsinu á Núpi I undir
Eyjafjöllum hjá Margréti í sumar.
Í framhaldinu verða myndirnar
seldar og ágóðinn látinn renna til
nýrrar kapellu í nýbyggingu
Sjúkrahúss Suðurlands. Í SSK eru
um 1000 félagskonur en kvenfélögin
á starfssvæði félagsins eru 27.
Vegna þess hversu færðin var
léleg á fyrsta baðstofukvöldinu 15.
janúar hefur verið ákveðið að
endurtaka það þriðjudaginn 22.
janúar kl. 20:30. Þá verður verkefni
Margrétar m.a. kynnt og farið yfir
það helsta sem gert verður á
afmælisárinu. Kvenfélagskonur eru
hvattar til að fjölmenna.
MHH

Engin ummæli: