
iMac
Originally uploaded by Le Marais.
Svona lítur nýja talvan mín út.
Hún er komin til landsins en ég á eftir að sækja hana til Rvíkur.......
Á þriðjudögum kenni ég fjóra tíma eftir hádegi.
Ég er núna að bíða eftir því að seinni leirhópurinn mæti á svæðið.
Ég geri mér ekki ferð á kennarastofuna því að ég get ekki gengið að því vísu að þar sé til kaffi. Ekki að það sé gott kaffið í þessum skóla, nema síður sé. Í fyrra svissaði ég yfir í tedrykkju í skólanum en drakk kaffi heima hjá mér.
Mynd dagsins var tekin síðla dags eða kvölds.
Veður er gott í dag. Húsið er fínna en í morgun. GR hvílir sig á meðan rúllar eitthvert frjálsíþróttamót í sjónvarpinu.
Lukka er búin að fara í göngutúr með stelpum úr hverfinu sem að koma stundum og fara með hana út.
Á þessum degi fyrir 40 árum var ég skírð. Það gerðist í afmæli langalangafa míns, Sigfúsar Ólafssonar, á Siglufirði. Prestur var séra Ragnar Fjalar.
Sumu fólki finnst fyndið að ég skuli alltaf "halda upp á " þennan dag. Það geri ég reyndar ekki á hefðbundinn hátt, heldur svona bara minnist þess. Árið 2000 komst ég í fráhald frá sykri og hveiti sem h élst í tæpt ár. Það var gott líf.
Í dag byrja ég að kenna klukkan 11:20.
Það er gaman að byrja starfið á ný og það er mikill spenningur í loftinu.
....ið, hefst í kvöld. Frænkurnar koma og borða hjá mér og síðan höldum við í Hamars-(s)kot í Úthlíð.
Dagskráin er ríkisleyndarmál.
Í vinnu frá 8:15 - 17:40.
Mikið að gera, það er gaman.
Mistök fyrri vetrar ýta á eftir mér við vinnuna og ég hamast eins og brjáluð við undirbúninginn. Ég er að skipuleggja val í leir f. 9. og 10. bekk. 4 hópar , takk fyrir á 8 kennslustundum. Ég reiknaði það út að ef að innlögnin hjá mér er 10 mínútur, það taki nemendur 5 mínútur að koma sér í gang og um 20 mínútur að ganga frá. Þá er aðeins eftir þrjú korter til að vinna !!!! Þetta verður því hrað-/örnámskeið í leir. Ég fæ nokkrar konur sem að vinna með mér til að prufukeyra tvo tíma í leir. Ég veit að þær verða auðveldir nemendur en það er um að gera að prófa. Þá hef ég líka leir til að brenna.
Fyrsti vinnudagurinn gekk vel. Var frá átta til hálfsex.
Hefði getað verið lengur.....
Síðan fórum við GR austur. Ég týndi ber og fleira smálegt.
Þessa mynd gerði ég úr tveimur sem ég tók af Gísla og Lukku um daginn þegar sýningin var í gangi og hann var í heimsókn. Alltaf duglegur að sinna henni Lukku sinni, hann Gísli.
Það er gott að vera í sveitinni og það er gott að koma heim.
Núna hef ég morgundaginn og síðan byrjar 2007-2008 ballið í Vallaskóla.
Stundartaflan er köflótt. Ansi pakkaðir mánudagar. Ég sé fyrir mér að dragast heim strax e 10 tíma kennslu á mánudögum .......sennilega best að panta nudd eða fótsnyrtingu þessa daga......... beint í dekur eftir vinnu er mjög góð hugmynd.
Síðasti mánudagsmorguninn sem að ég er í fríi er NÚNA. Þetta sannar hve tíminn líður hratt.
Sýningin kláraði með stæl í gær , það rigndi nefnilega ógurlega. Hver demban á fætur annarri. En það komu samt 20 manns í gær. Alls 160 sem sáu sýninguna. Ekki á morgun heldur hinn , byrja ég að vinna, stundarskráin liggur víst fyrir neðan lúguna í Réttarholtinu og ég er því spennt að bruna heim og kíkja á hana. Ætla samt ekki neitt aðf lýta mér. Draga djúpt að mér andann áður en að ég legg í ´ann.
Þá fer að koma að því að þessu ævintýri mínu ljúki.
Í gær komu tæplega 20 manns en það kom mér verulega á óvart. Ég var ekki búin að átta mig á því að það væri kominn föstudagur ! Þá er fólk einmitt á ferðinni á leiðinni eitt eða annað.
Katrín fór á hestbak og var að vonum hæst ánægð með það. Guðmundur kom heim til að fara strax að heiman ! Hann fór ekki langt, að hjálpa til nema hvað, í Rotunum.
Nú eru hann og Katrín að græja til í fjárhúshlöðunni, hún er aðstoðarkona Guðmundar í bili. Hún fær að stýra gömlum traktor (hún keyrir ekkert, Guðmundur dregur þannig að fyllsta öryggis er gætt með barnið.)
Ef einhver les þetta sem er á leið hingað úr bænum þá vil ég auglýsa eftir fari fyrir Gísla, systurson minn, foreldar hans eru að fara í ´veislu og það vantar pössun fyrir hann.
Ég myndi vilja taka hann að mér en hef ekki tíma til að sækja hann. Gísli er enn of ungur til að fara einn í rútu, aðeins 4 ára gamall.
Guðmundur er farinn í vinnuna. Hann er núna í Landsveitinni.
Við Katrín höfum það gott og erum að föndra smávegis. Veðrið er alveg bærilegt, hann er að reyna að rigna en það gerist ekki mikið í þeim efnum. Áfram er hlýtt svo að það er ekki yfir neinu að kvarta.
Dagurinn í dag hefur verið alveg stórgóður.
Fyrir hádegi fór ég með Fanneyju og Eggerti í fjallgöngu. Ég hef áður gengið upp í fjall en aldrei farið langt í einu.
Við fórum alla leið upp að fossinum í þessu líka fína veðri. Við fossin er smá pollur sem að gaman er að vaða í. Ég óð út í skónum og fötunum og fékk mér smá frískandi sturtubað. Okkur systrum fannst sjálf fjallgangan mikið afrek og því þessi sælureitur alger bónus. Niðurleiðin var ekki bein auðveld sökum þess hve brattinn er mikill, en ég var þó með göngustaf sem munaði all verulega um.
Eftir hádegi komu Ásgeir og Ásdís og að sjálfsögðu Jónas og Makki líka. Jónas spilaði á harmonikkuna í Fjárhúsinu og kom það afar vel út. Við getum því alveg eins haldið tónleika ef að okkur langar til þess.
Þegar að þau voru farin kom svo annar hópur að skoða sýninguna en það er annars rólegt í sýningarhaldinu.
Ég er að prenta út fleiri sýningarskrár og get fylgst með úr kamesinu hvort að bílar komi heim á hlað. Svo er Katrín þarna úti að tálga spýtu.
Sýningin var tilbúin á réttum tíma.
Það kom slatti af fólki.
Veðrið hefur verið frábært og enn frábærari er fjölskylda mín sem hefur hjálpað mér að koma þessu á koppinn !!!
Það fer að styttast í stóru stundina !
Ég hef notið aðstoðar foreldra minna, Katrínar og Guðmundar í dag og í gær við að koma sýningunni upp. Hún er að verða tilbúin......
Hún verður það þegar við opnum á morgun klukkan 14:00....
Góðar stundir...
Hér má sjá mynd úr vinnustofunni sem tengist því sem að ég hef verið að gera að undanförnu.
Ég vona að þið hafið það öll gott í dag !
Mágur minn, Einar, á afmæli í dag. Til hamingju með það.
Katrín Björg og ég erum að borða morgunmat. Svo á ég eftir að taka mig til. Ég þarf að taka hálfa búslóðina með mér.
Síðan förum við austur. Það verður ekki fyrr en um eða eftir hádegi. Það er ýmislegt að snatta fyrst.