Þegar talað hefur verið um Eyjafjöll í dag í fréttum í sambandi við veður þá er gaman að geta þess að Austur og Vestur er ekki það sama !
Það munar stórlega á veðurstöðvum en fréttamenn tala bara um Eyjafjöll enda vita þeir bara ekki betur.
Um daginn varð slys skammt frá Holti. Í fréttum var sagt "rétt hjá eða utan við Hvolsvöll".
Kannski hefur þetta fólk ekki tíma hreinlega til að vinna vinnuna sína !
Maður þarf sem sagt ekki að hrökkva í kút þó svo að eitthvað sé sagt í fréttunum.....
Sófinn á myndinni er rúm frá Fanneyju með nýrri dýnu og heimagerðum púðum...
fimmtudagur, nóvember 30, 2006
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Lóu vettlingar
Starfsfélagi hafði áhuga á þessum vettlingum vegna munstursins.
Hún er alltaf prjónandi. Ég bauðst til að láta hana bara hafa myndir af þeim. Ég held að hún Lóa frænka hafi gefið mörgum í fjölskyldunni svona. Þeir eru alveg fullkomnir. Hún gaf og gaf og gaf og meira en vettlinga.
Núna: ný gler í gleraugum.
Sé betur.
Hausverkur, en það venst......
Gott veður á Selfossi.
Guðmundur á Núpi.
Annasamur dagur.
Bráðum kemur desember...
Ég er farin að pæla í jólunum...
...en er farin í mat.....
Góða nótt og bless :-)
Hún er alltaf prjónandi. Ég bauðst til að láta hana bara hafa myndir af þeim. Ég held að hún Lóa frænka hafi gefið mörgum í fjölskyldunni svona. Þeir eru alveg fullkomnir. Hún gaf og gaf og gaf og meira en vettlinga.
Núna: ný gler í gleraugum.
Sé betur.
Hausverkur, en það venst......
Gott veður á Selfossi.
Guðmundur á Núpi.
Annasamur dagur.
Bráðum kemur desember...
Ég er farin að pæla í jólunum...
...en er farin í mat.....
Góða nótt og bless :-)
laugardagur, nóvember 25, 2006
Leiðinleg bíómynd í sjónvarpinu.
Hér má sjá kortin sem að ég hef fengið eftir að ég skráði mig á www.postcrossing.com. Annað frá Bandaríkjunum hitt frá Finnlandi. Ég er sjálf búin að senda þrjú kort og það fjórða er í vinnslu. Það er ótrúlega gaman að fá svona póst frá ókunnugu fólki.
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Afmælisdagur
Sigrún, mágkona mín í DK á afmæli í dag. TIl hamingju með daginn , Sigrún. Svo er eins árs, dóttir Jakobs, sonar Eygóar. Hún heitir að vísu ekki Sigrún heldur Ingibjörg.
Það er að koma smá jólahugur í mann. Tíminn líður hratt og maður veit að innan skammst þarf aðventukrans að verða tilbúinn og þar strax á eftir þarf að huga að jólakortum.
Hér á Selfossi verður kveikt á öllum jólaljósum í dag klukkan 18, þannig að þetta er allt að gera sig hér í bæ. Það verður gaman þegar að bæjarbúar fara að setja upp jólaljósin. Myrkrið dregur úr mér kraft þannig að ég er ánægð með aukalýsingu.
Ekki er um neinn snjó að ræða til að lýsa upp skammdegið eins og víðast hver hér á Fróni.
Það er að koma smá jólahugur í mann. Tíminn líður hratt og maður veit að innan skammst þarf aðventukrans að verða tilbúinn og þar strax á eftir þarf að huga að jólakortum.
Hér á Selfossi verður kveikt á öllum jólaljósum í dag klukkan 18, þannig að þetta er allt að gera sig hér í bæ. Það verður gaman þegar að bæjarbúar fara að setja upp jólaljósin. Myrkrið dregur úr mér kraft þannig að ég er ánægð með aukalýsingu.
Ekki er um neinn snjó að ræða til að lýsa upp skammdegið eins og víðast hver hér á Fróni.
Bekkjarmynd
Svona var ég einu sinni.
Öðruvísi er ég núna en
samt alveg eins.
Miðvikudagar eru langir hjá mér.
En frábærir.
Öðruvísi er ég núna en
samt alveg eins.
Miðvikudagar eru langir hjá mér.
En frábærir.
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
it all depends on the language
Þetta skot er úr bíómynd sem að var sýnd í sjónvarpinu nýlega. Babel minnir mig að hún hafi heitið. Klikkaði á því að setja þetta ekki inn á Jónasardeginum. En allir dagar eru víst dagar tungunnar , þessi dagur sem aðrir.
Það er svo mikið til að "vitru" fólki hér á landi sem duglegt er að segja hvað því finnst. Ég hef lítið að tjá mig um í augnablikinu enda hlustaði ég á góða konu segja um helgina; "just mind your own buisness !". Ef að fleiri gerðu það þá myndi kannski margt vera betra hjá okkur sjálfum. Og hana nú. Vonandi líður öllum vel sem að ég þekki.
Það er svo mikið til að "vitru" fólki hér á landi sem duglegt er að segja hvað því finnst. Ég hef lítið að tjá mig um í augnablikinu enda hlustaði ég á góða konu segja um helgina; "just mind your own buisness !". Ef að fleiri gerðu það þá myndi kannski margt vera betra hjá okkur sjálfum. Og hana nú. Vonandi líður öllum vel sem að ég þekki.
mánudagur, nóvember 20, 2006
Kennarakaffi
Af hverju þessa mynd ?
Jú, vegna þess að um helgina ákvað ég að hætta að drekka kaffi..... í vinnunni. Kaffið þar er nær ódrekkandi en samt hefur maður haldið áfram að sötra það og uppskorið lítið annað en syfju. Ég fór með te og lítinn brúsa til þess að eiga vatn á lager. Þetta gekk ljómandi vel og ég finn strax að mér líður betur af þessu, ekki eins sloj.
Reyndar hefi ég þurft að fara oftar á snyrtinguna en ég læt mig hafa það.
Ég var bíllaus , aldrei þessu vant og gekk heim úr skólanum sem var gott og gaman og KALT.
Enginn snjór sem að er til bóta að mínu áliti.
Jú, vegna þess að um helgina ákvað ég að hætta að drekka kaffi..... í vinnunni. Kaffið þar er nær ódrekkandi en samt hefur maður haldið áfram að sötra það og uppskorið lítið annað en syfju. Ég fór með te og lítinn brúsa til þess að eiga vatn á lager. Þetta gekk ljómandi vel og ég finn strax að mér líður betur af þessu, ekki eins sloj.
Reyndar hefi ég þurft að fara oftar á snyrtinguna en ég læt mig hafa það.
Ég var bíllaus , aldrei þessu vant og gekk heim úr skólanum sem var gott og gaman og KALT.
Enginn snjór sem að er til bóta að mínu áliti.
sunnudagur, nóvember 19, 2006
Svona er ég bara.
Hér er enginn snjór. Ekki eitt korn, takk fyrir.
Hér kom svili minn, Lárus, með Guðmund , á sléttum dekkjum á leið í bæinn. Það snjóaði f. austan en vara marautt frá Vorsabæ. (skammt vestan v. Markarfljót)
Lukku er sama um allt þetta. Hún vill bara að henni sé sýnd athygli og þá er hún ánægð.
Mor og far erum búin að tilkynna komu sína í kaffi ásamt fröken Katrínu Björgu. Lukka ætti að gleðjast, hún er nú mjög hænd að pabba því að hann er svo duglegur að sinna henni. Svo er frökenin líka við hana eins og hún sé hennar eign
Hér kom svili minn, Lárus, með Guðmund , á sléttum dekkjum á leið í bæinn. Það snjóaði f. austan en vara marautt frá Vorsabæ. (skammt vestan v. Markarfljót)
Lukku er sama um allt þetta. Hún vill bara að henni sé sýnd athygli og þá er hún ánægð.
Mor og far erum búin að tilkynna komu sína í kaffi ásamt fröken Katrínu Björgu. Lukka ætti að gleðjast, hún er nú mjög hænd að pabba því að hann er svo duglegur að sinna henni. Svo er frökenin líka við hana eins og hún sé hennar eign
föstudagur, nóvember 17, 2006
Fredags friðsæld
Ég þakka systur minni fyrir innlegg hennar.
Hér birti ég mynd af verkefni sem að ég var að láta krakka í fimmta bekk vinna. Fyrst gerðu þau húsgögn úr leir og síðan íbúðir og nokkrar stúlkur vildu fá að koma með mini brats dúkkur og ég sagði í lagi. én ekki hvað. Þetta er útkoman. Meira að sjá á flikkrinu mínu.
Tengill hér til hægri.
Fallegt veður á SElfossi. Enn þá kalt. Það er í lagi þegar maður hefur bíl og bílskúr til að geyma hann í. Lúxus.
Ég var með tvo bekki í röð í leir í dag enda er ég frekar þreytt. Það er mikil vinna fyrir kennarann en það var líka svakalega gaman og gekk vel. ÉG er með mjög fína nemendur.
ÉG er að fara á ráðstefnu í kvöld og á morgun og hlakka mikið til.
Þetta er ráðstefna fyrir hömlulausar ofætur sem eru á bataleiðinni eða langar til að komast þangað.
Góða helgi og ég kveð í bili... Þangað til næst,,, hafið það gott.
Hér birti ég mynd af verkefni sem að ég var að láta krakka í fimmta bekk vinna. Fyrst gerðu þau húsgögn úr leir og síðan íbúðir og nokkrar stúlkur vildu fá að koma með mini brats dúkkur og ég sagði í lagi. én ekki hvað. Þetta er útkoman. Meira að sjá á flikkrinu mínu.
Tengill hér til hægri.
Fallegt veður á SElfossi. Enn þá kalt. Það er í lagi þegar maður hefur bíl og bílskúr til að geyma hann í. Lúxus.
Ég var með tvo bekki í röð í leir í dag enda er ég frekar þreytt. Það er mikil vinna fyrir kennarann en það var líka svakalega gaman og gekk vel. ÉG er með mjög fína nemendur.
ÉG er að fara á ráðstefnu í kvöld og á morgun og hlakka mikið til.
Þetta er ráðstefna fyrir hömlulausar ofætur sem eru á bataleiðinni eða langar til að komast þangað.
Góða helgi og ég kveð í bili... Þangað til næst,,, hafið það gott.
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Tungan
Hér er hugmynd.
Það sem borið hefur á því að orðaforði manns hefur farið hrakandi. Það er að segja, ég nota allt of fá lýsingarorð. Þetta er eins og að ganga alltaf í sömu skónum þó svo að maður eigi 300 pör.
Það sem að mig langar til að biðja þig/ykkur um að senda mér uppáhaldslýsingarorð ykkar.
Ég mun svo reyna að nota þau í kennslustundum hjá mér.
Ég og fólk sem að ég umgengst notar of mikið af ensku. Ég geri það sjálf. Maður er svo mikið í enskumælandi umhverfi að það hefur áhrif á mann.
Lýsingarorð sem að ég er hrifin af er til dæmis "gómsætur" og "ljúfur".
Verð að haska mér af stað aftur í mína yndislegu vinnu. Bíllinn er í hinum rúmgóða bílskúr sem vér eigum.
Gangið á Guðs vegum.
Margrét
Það sem borið hefur á því að orðaforði manns hefur farið hrakandi. Það er að segja, ég nota allt of fá lýsingarorð. Þetta er eins og að ganga alltaf í sömu skónum þó svo að maður eigi 300 pör.
Það sem að mig langar til að biðja þig/ykkur um að senda mér uppáhaldslýsingarorð ykkar.
Ég mun svo reyna að nota þau í kennslustundum hjá mér.
Ég og fólk sem að ég umgengst notar of mikið af ensku. Ég geri það sjálf. Maður er svo mikið í enskumælandi umhverfi að það hefur áhrif á mann.
Lýsingarorð sem að ég er hrifin af er til dæmis "gómsætur" og "ljúfur".
Verð að haska mér af stað aftur í mína yndislegu vinnu. Bíllinn er í hinum rúmgóða bílskúr sem vér eigum.
Gangið á Guðs vegum.
Margrét
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Ekki stóri bróðir heldur stóra systir !
Verður ísl-enskan svona ?
Selfoss=kalt, kalt , kalt.
Gær, Kpvogur. Panta dýn o gler í glerau.
Gaman vinna, góð verk, nem fínir.
GR ædi, fær 10 ros.
Kalt gerir threytt. Bill i bilskur.
Eg verd ad fa kaffi, rn.
Selfoss=kalt, kalt , kalt.
Gær, Kpvogur. Panta dýn o gler í glerau.
Gaman vinna, góð verk, nem fínir.
GR ædi, fær 10 ros.
Kalt gerir threytt. Bill i bilskur.
Eg verd ad fa kaffi, rn.
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Epli og appelsínur
Gefa kraft þreyttri píu.
Utan við sig hún er.
Í morgun hissa var
enga nemendur sá
veist ekki, það foreldradagur er !
Já, í gær ég kennslu undirbjó
og niðursokkin var
enda í öðrum heimi og heilinn
ekki með pláss fyrir þennan heim.
PS. þetta er skrifað á þriðjudegi, 14. nóv.
Utan við sig hún er.
Í morgun hissa var
enga nemendur sá
veist ekki, það foreldradagur er !
Já, í gær ég kennslu undirbjó
og niðursokkin var
enda í öðrum heimi og heilinn
ekki með pláss fyrir þennan heim.
PS. þetta er skrifað á þriðjudegi, 14. nóv.
mánudagur, nóvember 13, 2006
Ekki svona gott veður hér
Hér er rok
Hér er veður
Svakalega dregur mann niður
En kamarinn í logni lætur
Guðmund svíða kinda fætur.
Hér er veður
Svakalega dregur mann niður
En kamarinn í logni lætur
Guðmund svíða kinda fætur.
sunnudagur, nóvember 12, 2006
246 Asólfsskáli
Alger þoka á þessum afleggjara í dag. Stemmningin róleg og notaleg. Trén eru mjög alvarleg svona nakin og grá. Traust samt.
laugardagur, nóvember 11, 2006
föstudagur, nóvember 10, 2006
Föstudagur aftur strax ?
Jæja, veðrið var ekki eins slæmt og ég átti von á. Í það minnsta er lausa dótið á bak við hús enn á sínum stað. Guðmundur segir líka að þetta hafi ekki verið eins stórfenglegt og síðast.
Nú er fyrsta "postcrossing" kortið mitt komið á leiðarenda til Roosu í Finnlandi.
Skoðið www.postcrossing.com.
Það var einhver sem vildi fá annað í pósinn en gluggabréf sem að startaði þessu. Maður sendir kort og svo sendir einhver manni kort. Mitt kort fór rúmlega tvöþúsund kílómetra til Finnlands. Og núna er annað kortið mitt á leiðinni til Robin í Lawrenceville í USA. Svon núna má ég eiga von á því að fá kort þar sem að ég er komin inn í kerfið. Maður sendir kort og svo skráir móttakandinn númer manns á vefsíðunni og þá má láta aðra manneskju fá adressuna manns til að senda manni kort.
Það eru a.m.k. tvær síður á flickr sem að eru helgaðar þessu verkefni. Þar setur fólk inn myndir af kortum sem að það hefur sent eða fengið. Ég stefni að því að senda heimagerð kort en byrjaði á týpískum íslenskum túristakortum.
target="_blank">
src="http://atli.askja.org/jol/banner.gif">
Nú er fyrsta "postcrossing" kortið mitt komið á leiðarenda til Roosu í Finnlandi.
Skoðið www.postcrossing.com.
Það var einhver sem vildi fá annað í pósinn en gluggabréf sem að startaði þessu. Maður sendir kort og svo sendir einhver manni kort. Mitt kort fór rúmlega tvöþúsund kílómetra til Finnlands. Og núna er annað kortið mitt á leiðinni til Robin í Lawrenceville í USA. Svon núna má ég eiga von á því að fá kort þar sem að ég er komin inn í kerfið. Maður sendir kort og svo skráir móttakandinn númer manns á vefsíðunni og þá má láta aðra manneskju fá adressuna manns til að senda manni kort.
Það eru a.m.k. tvær síður á flickr sem að eru helgaðar þessu verkefni. Þar setur fólk inn myndir af kortum sem að það hefur sent eða fengið. Ég stefni að því að senda heimagerð kort en byrjaði á týpískum íslenskum túristakortum.
target="_blank">
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
For Love or Money
Ég bara varð að blogga þessari mynd. Hjarta efnishyggjunnar, eða hvað finnst ykkur ?
Margrét GROUP
Nú er ég loksins orðin alvöru "GROUP" eins og sjá má að þessari mynd, hópmynd af egóinu.
Ég fékk þetta frábæra nafnspjald frá SPK í sumar og ákvað að taka því á jákvæðan hátt. Ég er bara búin að vera framkvæmdastjóri síðan og sjálfsmyndin hefur rokið upp. Ég spjaldið með myndum í nýju vinnustofunni á borðið og tók nokkrar myndir. Ég er , eins og sést á myndinni kannski, ekki alveg búin að ná tökum á macro-inu á nýju myndavélinni. Ég er að vinna í því þessa dagana að fikta eins og ég get og tek óheyrilega mikið magn af myndum. En það gerir nú lítið til. Það má alltaf henda....
Ég fékk þetta frábæra nafnspjald frá SPK í sumar og ákvað að taka því á jákvæðan hátt. Ég er bara búin að vera framkvæmdastjóri síðan og sjálfsmyndin hefur rokið upp. Ég spjaldið með myndum í nýju vinnustofunni á borðið og tók nokkrar myndir. Ég er , eins og sést á myndinni kannski, ekki alveg búin að ná tökum á macro-inu á nýju myndavélinni. Ég er að vinna í því þessa dagana að fikta eins og ég get og tek óheyrilega mikið magn af myndum. En það gerir nú lítið til. Það má alltaf henda....
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Gott veður.
Hér er fínt og mátulega svalt. Það gengur vel með Lukku , hún er alveg til fyrirmyndar. Ég fór með hana í heimsókn í gær og vinkonu minni þótti hún aldrei hafa hitt jafn þægan hund.
Núna er hún úti í garði , ég framlengdi gönguólina hennar með sterku bandi svo að hún gæti athafnað sig um allan garðinn. Ég fór í smá leik við hana í hádeginu og svo verður farið með hana í kvöld út að ganga eða hjóla. Ég finn að ég hef mjög gott af þessu því að ég er frekar þreytt sem segir heilmikið um mitt form. Lukka er því alltaf að sanna hvursu vel nafnið hæfir henni.
Svo er Guðmundur að koma á eftir og verður kannski kominn á undan mér heim.
Núna er hún úti í garði , ég framlengdi gönguólina hennar með sterku bandi svo að hún gæti athafnað sig um allan garðinn. Ég fór í smá leik við hana í hádeginu og svo verður farið með hana í kvöld út að ganga eða hjóla. Ég finn að ég hef mjög gott af þessu því að ég er frekar þreytt sem segir heilmikið um mitt form. Lukka er því alltaf að sanna hvursu vel nafnið hæfir henni.
Svo er Guðmundur að koma á eftir og verður kannski kominn á undan mér heim.
sunnudagur, nóvember 05, 2006
Sól í sjónvarpinu og Lukka á gólfinu.
laugardagur, nóvember 04, 2006
Heima er bezt
Ég slappa svo af hér í sveitinni að það er einum of. Þegar ég er hér er ég ekki mjög praktísk of vildi helst liggja í leisí boj eða taka myndir, nú eða knúsa Lukku mína.
Ég er eiginlega enn með kökk í solar plexus vegna söknuðar til hennar sem að gýs upp þegar við hittumst.
En nú hef ég ákveðið að taka hana með mér á Selfoss því að ég verð að hafa í það minnsta annað þeirra , Lukku eða Guðmund. Ekki gott að vera án þeirra beggja. Guðmundi seinkar enn á Selfoss, það er mikið að gera hjá honum hérna svo að ég verð því að fara heim í hádeginu, sem að mér finnst reyndar ekki slæmt og fara með Lukku á rúnt. Svo líka á daginn þegar að vinnudegi lýkur. Ég þarf líka á hreyfingunni að halda ekki síður og hún. Lukka þarf líka , fyrr en seinna, að venjast því að vera í Réttarholti á meðan við Guðmundur erum í vinnu.
Ragnar Valur og Guðmundur eru að slátra og svo verður helginni eytt í að hakka kjöt og hakka kjöt. Gaman , gaman. (góður félagsskapur)
Ég er eiginlega enn með kökk í solar plexus vegna söknuðar til hennar sem að gýs upp þegar við hittumst.
En nú hef ég ákveðið að taka hana með mér á Selfoss því að ég verð að hafa í það minnsta annað þeirra , Lukku eða Guðmund. Ekki gott að vera án þeirra beggja. Guðmundi seinkar enn á Selfoss, það er mikið að gera hjá honum hérna svo að ég verð því að fara heim í hádeginu, sem að mér finnst reyndar ekki slæmt og fara með Lukku á rúnt. Svo líka á daginn þegar að vinnudegi lýkur. Ég þarf líka á hreyfingunni að halda ekki síður og hún. Lukka þarf líka , fyrr en seinna, að venjast því að vera í Réttarholti á meðan við Guðmundur erum í vinnu.
Ragnar Valur og Guðmundur eru að slátra og svo verður helginni eytt í að hakka kjöt og hakka kjöt. Gaman , gaman. (góður félagsskapur)
föstudagur, nóvember 03, 2006
Alveg í mínum anda
Svona svakalega grænan inngang myndi ég nú varla þora að mála.
En hvað um það myndin er flott.
En hvað um það myndin er flott.
Myrkur að morgni dags
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Hann á afmæli í dag
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
eye Pod
Ég var að uppfæra flickr síðuna. Ég bætti þar við myndum af stólnum sem að nemendur mínir eru að vinna að. Þar fann ég þessa sniðugu mynd.
Á MORGUN kemur Guðmundur. Reyndar fer hann svo aftur, og ég með honum, austur því að nú á að slátra á Núpi um helgina.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)