
greinarrautt
Originally uploaded by melong.
Þemadagur eitt:
Það gekk vel en ég hugsa að ég vildi óska þess að við hefðum skóla sem væri svo skapandi að við þyrftum ekkert að vera með þemadaga.
Þemadagur eitt:
Það gekk vel en ég hugsa að ég vildi óska þess að við hefðum skóla sem væri svo skapandi að við þyrftum ekkert að vera með þemadaga.
Þessar bækur las ég allar upp til agna á árum áður. Ég veit ekki hvort þær koma frá mömmu eða ömmu en ég fékk þær hjá mömmu til að binda inn.
Á laugardögum mæti ég í Kópavoginn og læri að binda inn.
Í dag reyndum við að klára undirbúning fyrir þemadagana sem að byrja á morgun. Fjölmenning eitthvað , heimsálfur eitthvað.
Ég verð stödd í N- Ameríku og þar verður þemað með veðurfarslegu ívafi. Þetta verður bara afslappað hjá okkur.
Þessir krakkar eru nemendur í 3. KV.
Þau eru nú alveg frábær, innlifunin er einstök.
Í lok tímans hef ég oft leiki. Enginn leikur fyrr en búið er að ganga frá.
Öllum finnst gaman að leika, líka fullorðnum. Ég hins vegar, kenni bara börnum, í augnablikinu , í það minnsta.
Mynd þessi var tekin í hitteðfyrra , býst ég við.
Í dag fór ég til Reykjavíkur og svaraði nokkuð hundruð spurningum. (meira um það seinna, kannski) Frekar lýandi að hugsa svona mikið og svara svona mörgum spurningum, en ég hafði það af á mettíma, samt sem áður.
Hitti Foreldar mína, systur mína, börnin og líka Eggert.
Ég passaði Gísla vegna þess að hann vildi frekar vera heima og LEIKA heldur en að fara í útréttingar. Honum hættir víst til að sofna í svona skutlferðum. En svo bregðast krosstré sem önnur tré því að eftir smá leik ákvað Gísli að ég myndi lesa bók, sem ég gerði að sjálfsögðu. Það endaði bara með "´ösköpum" þar sem að við sofnuðum bæði !!!
Þvílík barnapía !! Vonandi verður hann ekki of hress og tekst að sofna þrátt fyrir okkar blund.
Íslendingar eru manio depressivir. Það er annað hvort upp eða niður !!!! Veðrið er stundum þannig.
Guðmundur er ánægður í vinnunni, að ég held. Reyndar bara tveir dagar liðnir. Hann var ekki í neinu skógarhöggi í dag, "bara" vélaviðgerðir.
Mikið að gera í dag. Fjáröflunarnefndin var með vinnubúðir í dag í tvo tíma. Við ætlum að gefa út tvær bækur til að safna fé til utanlandsferðar í júní. Við erum að fara til Leeds í Bretlandi.
Ég er oft óraunsæ og vil vera með en átta mig svo kannski eftir á að ég hef ekki tíma í viðkomandi verkefni !!!
Guðmundur er byrjaður að vinna hjá fyrirtæki sem heitir GRÆNI DREKINN. Það er ekki kínverskur veitingastaður eða pöbb.
GR væri góður á barinn þar sem ekki væri hætta á að hann myndi detta í það því að honum finnst vín svo vont. Að vera vondur við vín hefur nýja merkingu hjá mér núna. Maðurinn sem vínið hafnaði...
æi bull er þetta í mér....
Græni drekinn er skógarhöggsfyrirtæki nefnt eftir tækinu sem sér um höggið. Gr er því orðinn skógarhöggsmaður !!!
Soldið skondið .....
Útsýnið sem við höfðum í fjöltæknideildinni , lokaárið okkar í MHI.
Ég set þessa mynd hér inn þar sem að einn úr okkar hópi ákvað að lifa ekki lengur. Ég kynntist Jóa þegar ég var 19 og við vorum bæði að vinna í garðyrkjunni hjá Einari Þ. Síðan varð ég svo heppin að hann varð skólabróðir minn og við vorum skólasystkin í þrjá vetur.
Það er ekki mikið um þetta að segja, ég reyni bara að biðja fyrir fjölskyldu hans. Maður er bara algerlega vanmáttugur.
BLESS JÓI, FAR VEL OG TAKK.
Þar sem heili minn líkist stundum gatasigti þá verð ég bara að blogga þessari mynd jafnvel þótt ég hefði birt hana hér áður.
Alltaf haldið upp á hana þrátt fyrir að afi sé í örlítilli þoku.
Amma á heiðurinn af fatnaði barnanna ungu, Ásgeirs og mömmu.
Hér á Selfossi er jafn kalt og að undanförnu og tíðindalaust að mestu leyti. Ég er núna búin að hitta alla nýju hópana og fæ fyrstu hópana í annað sinnið á morgun og þá er að sjá hvort að ég muni einhver nöfn frá því í fyrri viku. Í fyrsta sinn sýndi ég þá framsýni að taka mynd af hverjum og einum nemanda, uppi við töflu og skrifa þar nafn viðkomandi svo og bekkjarins. Þetta trix hefur hjálpað mér heilmikið við að festa nöfnin. Ég hef þá alltaf myndirnar og get kíkt á þær áður en að börnin mæta hjá mér.
Ég skoða líka vel alla afmælisdaga og stjörnumerki til að reyna að tengja eitthvað sérstakt við hvern og einn.
Upp úr stendur hún Ásta en hún á sama afmælisdag og ég. Meirað segaj man ég að hún er í 5. bekk !!
Vel af sér vikið fyrir bráðum fertugt gatasigti !!!
Hvað er maður að kvarta eiginlega ?
Kalt og svalt á Selfossi.
Tíðindalaust að mestu.
Maður er syfjaður á þessum tíma sólarhringsins (korter í ellefu)
Þriðji fóturinn var myndaður 1. janúar.
Mikill snjór.
Gaman, fallegt, kalt..
Sunnudagur, hvíld, snjómokstur.
Leti, símtöl, kaffi, heimsóknir.
Flickr, flottar myndir.
Ég var á heppilegum tíma heim í dag. Var komin heim löngu áður en fór að hvessa og að snjóa aftur. Það blæs enn og það er yndislegt út að líta. Ég hlakka til að fara út með Lukku á morgun.
Mér fannst ég nú ekki komast mjög áleiðis á bókbandsnámskeiðinu í dag. Ekki farin einu sinni að sauma, hvað þá meira. Ég finn að ég þarf að taka á allri minni þolinmæði í þessu. Ég er byrjandi og veit ekki neitt, veit ekki hvað gera skal næst. Sennilega lagast þetta. Á nú ekki von á öðru.
Myndina tók ég í skólastofunni, fékk lánaða auka hendi .. ... ...
Ég freistaðist til að kaupa góða strigaskó í Nóatúni og Guðmundur fjárfesti í skyrtum og bolum. Ekki vanþörf á að hann fengi sér ný klæði !
Í nótt bættist við snjóinn hjá okkur hér í Árborg. Sami fallegi púðursnjórinn sem fyrr. Við fórum í gærkveldi í göngutúr með Lukku að verða hálfellefu. Fátt (einn) var á ferli svo að við höfðum ekki fyrir því að vera með hana í bandi enda var hún alsæl og skoppaði enn meira en ella fram og tilbaka, afturábak og áfram. Ég mokaði síðan snjó áður ég ég fór inn. Ég er ekkert svekkt yfir því að það skyldi snjóa ofan í það því að mér finnst bara gaman að moka snjó. Svo er nú ekki eins og það sé einhver áreynsla að moka svona léttum snjó !
Þessir myndarlegu sómamenn eru báðir tengdasynir foreldra minna. Myndatakan var gerð til þess að ná á mynd þessum smekklegu og fallegur treflum sem að Furstahjónin í Kópavogi gáfu þeim í jólagjöf.
Myndatakan breyttist fljótt í farsa a la Margrét og Fanney og úr varð þessi sería. Flestir viðstaddir höfðu gaman af og kannski Lukka líka.
Eiginlega ætti ég að vera með snjómynd í dag en þessi kallaði á mig.
Ég skýt stundum á sjónvarpið og þetta skot er úr heimildarmynd sýnd á Ruv. Ekki hef ég þessa þörf í dag.
Mikill snjór á Selfossi, mikið fjör og mikið gaman. Undirrituð er þó ekki með fjörugra móti nema síður sé en hins vegar mun það líða hjá eins og annað.
Ég set hér inn mynd sem að ég tók á annan í jólum er verið var að flytja til sófa á Kópavogsbraut vegna veislu þá um daginn.
Þetta var skot út í óvissuna og ekki vissi ég hvort að nokkuð yrði í fókus.
Nema er ekki pabbi þarna pollrólegur en ekki hvað, hann er með báða fætur á jörðinni, svona alla jafna.
Nú flýti ég mér að taka til náða þar sem ég hefi lofað mér að vera komin upp í fyrir klukkan ellefu.
Við Lukka liggjum hér í og við sófann.....
Við vorum í fjölskylduboði á K91 í gær með mömmu fjölskyldu. Allir þar nema Guðmundur sem er að "sinna nokkrum erindum" á landareign sinni undir fjöllunum. Við fengum Pekingendur sem voru ljúffengar og höfðum það gott þó svo Makki greyið hafi verið heldur ósáttur við flugeldaskot nágrannanna. Lukka var svosem ekki kát með það heldur en fór betur með það en sonurinn. Ég þoli hávaða reyndar ekki mikið betur en hundarnir.....
Í kvöld er svo frænkufundur svo að þetta er sannkölluð fjölskylduhelgi.
Nóg komið af tölvuhangsi í bili .... best að drífa sig út.
Bless í bili.
Ha, eru jólin búin ? Strax ? Mikið er ég hissa.
Hávaði, hávaði , hávaði og til hvers? Til að hrella náungann eða hvað?
Ég var að byrja á bókbandsnámskeiði hér í Kópavogi í dag og líst mér mjög vel á það. Það er hjá Kvöldskóla Kópavogs. Þarna er fólk sem hefur verið á námskeiðinu í mörg ár og er ég aðal nýliðinn í hópnum. Ég er nú búin að klófesta allt Beverly Gray safnið hennar mömmu svo að ég hef nóg fyrir stafni á næstunni.
Það vantar að vísu nokkur kort á vegginn, smá bunki gleymdist á Núpi.
Svo að ef að þitt kort er ekki á myndinni þá er það af eðlilegum orsökum.
Þessi siður kemur frá foreldrum mínum og eru kortin sett upp nokkurn veginn um leið og búið er að opna þau og lesa. Ég gæti ekki geymt kortin fram á aðfangadag en það er örugglea afar hátíðleg stund hjá mörgum.